Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. febrúar 2019 20:22
Arnar Helgi Magnússon
Rottum kastað í átt að Courtois
Mynd: Getty Images
Real Madrid hafði betur í nágrannaslagnum gegn Atletico Madrid þegar liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Belgíski markvörðurinn í liði Real Madrid, Thibaut Courtois, fékk óblíðar móttökur á Metropolitano vellinum í Madrid í dag.

Courtois lék að sjálfsögðu með Atletico á árunum 2011 til ársins 2014 en hann var þar á láni frá Chelsea. Fyrir tímabilið keypti Real hann síðan frá Chelsea.

Margir stuðningsmenn Atletico voru ósáttir við þessi skipti Courtois og hann fékk heldur betur að finna fyrir því í dag þegar stuðningsmenn Atletico köstuðu leikfanga rottum í átt að Courtois.

Mynd af þessu má sjá hér að neðan en Real fór með sigur af hólmi í leiknum og má því segja að Thibaut Courtois sé sigurvegari dagsins í þessu máli.




Athugasemdir
banner
banner