Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. febrúar 2019 14:17
Hafliði Breiðfjörð
Samþykkt að hafa fimm skiptingar í 2. deild
Úr leik hjá Dalvík/Reyni.
Úr leik hjá Dalvík/Reyni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Á ársþingi KSÍ var í dag samþykkt tillaga til ályktunar þess efnis að koma með reglubreytingu um varamenn í 2. deild karla.

Dalvík/Reynir gerði tillögu um að heimilt verði að setja fimm varamenn inná í leikjum í 2. deild eins og er í 3. og 4. deild auk eins varamanns til viðbótar ef framlengt er.

Með þessu taldi félagið að auðveldara væri að gefa ungum og efnilegum leikmönnum mínútur og tækifæri. Tillagan var samþykkt á þinginu.

ÍR kom fram með breytingartillögu á tillögu Dalvíkur/Reynis þess efnis að hámark verði 3 breytingar í hvorum hálfleik þar sem hálfleikur telst til fyrri hálfleiks. Sú tillaga var felld.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner