lau 09. febrúar 2019 13:57
Hafliði Breiðfjörð
Samþykkt að ÍTF fái fulltrúa í stjórn KSÍ
Haraldur Haraldsson kemur inn í stjórn KSÍ sem fulltrúi Íslensk toppfótbolta.
Haraldur Haraldsson kemur inn í stjórn KSÍ sem fulltrúi Íslensk toppfótbolta.
Mynd: ÍTF
Á ársþingi KSÍ á Hilton hóteli Nordica í dag var samþykkt samróma að hagsmunasamtök félaga í efstu deild, ÍTF, muni fá fulltrúa í stjórn KSÍ og bætist því við sem tíundi stjórnarmaður.

Fyrir eru 9 í stjórn að meðtöldum þremur varamönnum sem taka sæti í stjórn ef aðalmaður forfallast.

ÍTF hefur pressað á KSÍ að fá þessa breytingu í gegn og um hana var kosið með öðrum lagabreytingum á þinginu í dag.

„Auk fulltrúa í stjórn KSÍ á ársþingi samkvæmt grein 14.1, skal formaður hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum (Íslenskur toppfótbolti) sitja í stjórn KSÍ," segir í greininni.

„Enda séu a.m.k. 2/3 hluta félaga í efstu og næst efstu deild karla og kvenna aðilar að samtökunum og formaður samtakanna kjörinn af fulltrúum félaganna."

Þar með er ljóst að Haraldur Haraldsson mun koma inn í stjórn sambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner