Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. febrúar 2019 21:09
Arnar Helgi Magnússon
Stuðningsmenn Southampton handteknir - Gerðu grín að flugslysinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Southampton tók á móti Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn fór fram á St. Marys, heimavelli Southampton.

Dramatíkin var allsráðandi í leiknum sjálfum en sigurmarkið kom ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma. Sigurmarkið gerði Kenneth Zohore.

Tveir stuðningsmenn Southampton voru handteknir eftir leikinn í gær en þeir höguðu sér vægast sagt illa á leiknum í dag og það náðist á myndbandsupptöku.

Þar baða þeir út höndunum og leika fljúgandi flugvél við litla hrifningu stuðningsmanna Cardiff. Þeir vísa þar í flugslysið sem varð á dögunum þegar flugvél með Emiliano Sala og David Ibbotson innanborðs hrapaði yfir Ermasundi.

Southampton sendi frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem að félagið harmar atvikið.

„Svona hegðun á ekki rétt á sér á vellinum og við hörmum þessa hegðun stuðningsmanna. Tveir einstaklingar eru nú í haldi lögreglunnar. Þeir aðilar sem að tengjast atvikinu verða bannaðir á vellinum," segir í yfirlýsingunni.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem að náðist.


Athugasemdir
banner
banner