Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 09. febrúar 2019 19:34
Arnar Helgi Magnússon
Þýskaland: Bayern nálgast Dortmund
Mynd: Getty Images
Bayern 3 - 1 Schalke 04
0-1 Jeffrey Bruma ('12 , sjálfsmark)
1-1 Ahmed Kutucu ('25 )
2-1 Robert Lewandowski ('27 )
3-1 Serge Gnabry ('57 )

Bayern Munchen náði að saxa á forystu Dortmund með því að leggja Schalke af velli í þýsku úrvalsdeildinni í síðdegis leik dagsins.

Fyrsta mark leiksins kom á 12. mínútu þegar Jeffrey Bruma, leikmaður Schalke, setti boltann í eigið net og kom heimamönnum yfir.

Ahmed Kutucu jafnaði leikinn stuttu síðar en það liðu ekki nema tæpar tvær mínútur frá því að Ahmed jafnaði þangað til að Robert Lewandowski kom heimamönnum yfir á nýjan leik.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og því var það Bayern sem leiddi í hálfleik, 2-1.

Serge Gnabry, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði þriðja og síðasta mark leiksins á 57. mínútu leiksins.

Með sigrinum kemst Bayern nær Dortmund en nú munar fimm stigum á liðunum. Dortmund tapaði niður þriggja marka forskoti er liðið mætti Hoffenheim fyrr í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner