Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. febrúar 2019 16:28
Arnar Helgi Magnússon
Þýskaland: Klúður hjá Dortmund - Misstu niður þriggja marka forystu
 Ishak Belfodil skoraði tvö í endurkomu Hoffenheim.
Ishak Belfodil skoraði tvö í endurkomu Hoffenheim.
Mynd: Getty Images
Nicolai Muller skoraði tvö fyrir Hannover
Nicolai Muller skoraði tvö fyrir Hannover
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho skoraði fyrir Dortmund.
Jadon Sancho skoraði fyrir Dortmund.
Mynd: Getty Images
Fimm leikjum var nú að ljúka rétt í þessu í þýsku Bundesligunni. Topplið Borussia Dortmund fékk Hoffenheim í heimsókn á Signal Indua leikvöllinn.

Enski kantmaðurinn Jadon Sancho kom Dortmund yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Mario Götze bætti við öðru marki Dortmund á markamínútunni og Dortmund leiddi því í hálfleik, 2-0.

Portúgalinn Raphaël Guerreiro skoraði þriðja mark Dortmund á 67. mínútu og héldu þá einhverjir að þetta væri búið spil.

Hoffenheim hélt áfram og Ishak Belfodil minnkaði muninn fyrir gestina þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Pavel Kadeřábek minnkaði muninn enn frekar á 83. mínútu leiksins en Ishak Belfodil var síðan aftur á ferðinni á 89. mínútu þegar hann jafnaði fyrir Hoffenheim. Magnaðar lokamínútur en þvílíkt klúður hjá Dortmund.



RB Leipzig og Eintracht Frankfurt gerðu markalaust jafntefli en bæði lið eru í baráttu um Meistaradeildarsæti. Hertha Berlin vann stórsigur á Borussia M'Gladbach á útivelli á meðan Hannover sótti þrjú mikilvæg stig í fallbaráttunni.

Freiburg og Wolfsburg gerðu einnig 3-3 jafntefli en Freiburg kom þrisvar sinnum til baka í leiknum.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins í Þýskalandi.

Borussia D. 3 - 3 Hoffenheim
1-0 Jadon Sancho ('32 )
2-0 Mario Gotze ('43 )
3-0 Raphael Guerreiro ('66 )
3-1 Ishak Belfodil ('75 )
3-2 Pavel Kaderabek ('83 )
3-3 Ishak Belfodil ('87 )

RB Leipzig 0 - 0 Eintracht Frankfurt

Borussia M. 0 - 3 Hertha
0-1 Salomon Kalou ('30 )
0-2 Ondrej Duda ('56 )
0-3 Davie Selke ('76 )

Hannover 2 - 0 Nurnberg
1-0 Nicolai Muller ('45 )
2-0 Nicolai Muller ('77
Rautt spjald:Simon Rhein, Nurnberg ('11)

Freiburg 3 - 3 Wolfsburg
0-1 Jerome Roussillon ('11 )
1-1 Vincenzo Grifo ('37 )
1-2 Wout Weghorst ('63 , víti)
2-2 Nils Petersen ('70 )
2-3 Renato Steffen ('74 )
3-3 Luca Waldschmidt ('87 )
Athugasemdir
banner
banner
banner