lau 09. febrúar 2019 15:11
Magnús Már Einarsson
Vill fá leyfiskerfi í Pepsi-deild kvenna
Guðrún Inga Sívertsen.
Guðrún Inga Sívertsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Inga Sívertsen, fráfarandi varaformaður KSÍ, tók til máls á ársþingi KSÍ í dag og kynnti niðurstöður af málþingi sem fór fram á í höfuðstöðvum sambandsins í gær.

Guðrún Inga vill að félög þrýsti á að taka upp leyfiskerfi í Pepsi-deild kvenna en KSÍ hefur verið að skoða flötinn á því.

„Þetta svipar til leyfiskerfisins í Inkasso karlamegin. Þetta er stefnumótandi ákvörðun sem þarf að taka. Ég hvet félögin til að huga að þessu. Þetta myndi taka kvennaknattspyrnu á hærra plan," sagði Guðrún Inga.

Tillögu um varalið í meistaraflokki kvenna var vísað frá og þess í stað var samþykkt að stofna starfshóp um heildarendurskoðun á kvennaknattspyrnu og stefnumótun til framtíðar.

Guðrún Inga ætlar að bjóða sig fram í þennan starfshóp. „Ég hef nægan tíma núna," sagði Guðrún Inga létt í bragði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner