Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. febrúar 2021 11:14
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már: Auðveld ákvörðun
Rúnar Már Sigurjónsson í baráttunni.
Rúnar Már Sigurjónsson í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gott lið og ég hef bara heyrt jákvæða hluti um félagið og borgina. Það var auðveld ákvörðun fyrir mig að koma hingað," sagði Rúnar Már Sigurjónsson eftir að hann skrifaði undir tveggja ára samning hjá Cluj í Rúmeníu.

Rúnar Már hefur leikið með Astana í Kasakstan frá 2019 en hann hefur nú samið við rúmensku meistarana í Cluj.

Rúnar Már spilaði á móti Cluj í Evrópudeildinni árið 2019 og þekkir því stuðningsmenn félagsins.

„Ég hef upplifað að spila fyrir framan þá sjálfur og veit að þeir geta ýtt liðinu áfram. Það hefur verið erfitt að spila án stuðningsmanna út af heimsfaraldrinum en ég vona að þeir komi fljótlega aftur á völlinn til að styðja okkur."

Rúnar var einnig spurður út í það hvort hann líti á sjálfan sig sem íslenskan víking.

„Við erum þekktir sem víkingarnir. Í landsliðinu reynum við stundum að nota það og við erum þekktr fyrir það. Ég veit ekki hvort ég sé víkingur en ég mun reyna að spila eins og slíkur."

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild.


Athugasemdir
banner
banner