banner
   mán 09. mars 2020 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Jón Dagur kom inná í tapi gegn botnliðinu
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF
Mynd: Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson kom við sögu í 2-1 tapi AGF gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Silkeborg komst tveimur mörkum yfir áður en AGF fékk líflínu á 69. mínútu. Svenn Crone braut þá á Patrick Mortesen innan teigs og fékk að líta rauða spjaldið.

Mortensen skoraði úr vítinu. Niklas Backmann var rekinn af velli í liði AGF á 77. mínútu. Lokatölur 2-1 fyrir Silkeborg.

Jón Dagur kom inná sem varamaður á 57. mínútu. Hann hefur spilað 18 leiki, skorað 5 mörk og lagt upp 2 mörk í dönsku deildinni.

AGF er í 3. sæti deildarinnar með 40 stig en Silkeborg á botninum með 15 stig á botninum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner