Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. mars 2020 21:58
Brynjar Ingi Erluson
England: Leicester ekki í vandræðum með Aston Villa
Jamie Vardy kom af bekknum og skoraði tvö mörk
Jamie Vardy kom af bekknum og skoraði tvö mörk
Mynd: Getty Images
Leicester City 4 - 0 Aston Villa
1-0 Harvey Barnes ('40 )
2-0 Jamie Vardy ('63 , víti)
3-0 Jamie Vardy ('79 )
4-0 Harvey Barnes ('85 )

Leicester City vann Aston Villa 4-0 í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en Harvey Barnes og Jamie Vardy sáu um að skora mörkin. Vardy er markahæstur í deildinni með 19 mörk.

Heimamenn skoruðu fyrsta markið á 40. mínútu en Harvey Barnes komst þá upp vinstri vænginn og mætti þar Pepe Reina, markverði Villa, sem ákvað að fara í skógarhlaup. Þar gerði hann dýrkeypt mistök því Barnes komst framhjá honum og skoraði örugglega í netið.

Í þeim síðari gekk Leiester á lagið. Leicester fékk vítaspyrnu á 63. mínútu er Tyrone Mings átti að hafa handleikið knöttinn. VAR skoðaði atvikið sem þótti umdeilt en vítaspyrna var dæmd og skoraði Vardy örugglega.

Vardy bætti við öðru á 79. mínútu. Barnes átti þá sendingu á Vardy sem ætlaði að reyna að koma boltanum aftur á Barnes en hann fór af varnarmanni, aftur á Vardy og skoraði framherjinn örugglega.

Barnes bætti við öðru marki sínu sex mínútum síðar og rak síðasta naglann í kistu Villa. Lokatölur 4-0 og Leicester með 53 stig í 3. sæti deildarinnar á meðan Villa er í næst neðsta sæti með 25 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner