Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. mars 2020 13:43
Elvar Geir Magnússon
Rússland: Arnór skoraði í hádramatískum tapleik
Arnór Sigurðsson hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu.
Arnór Sigurðsson hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson skoraði þriðja deildarmark sitt á tímabilinu þegar CSKS Moskva tapaði 3-2 gegn Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn.

Ilzat Akhmetov, leikmaður CSKA, fékk rautt spjald á 21. mínútu en þrátt fyrir liðsmuninn skoraði Arnór fyrsta mark leiksins á 21. mínútu.

Staðan var 1-1 í hálfleik en þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik missti CSKA annan mann af velli með rautt,
Vadim Karpov.

Rostov komst í 3-1 en CSKA minnkaði muninn og fékk svo kjörið tækifæri til að jafna þegar liðið fékk vítaspyrnu. Fedor Chalov misnotaði spyrnuna. Það nýtti

CSKA Moskva er í fimmta sæti með 35 stig en Zenit frá Pétursborg hefur verið með yfirburði í rússnesku deildinni og er á toppnum með 46 stig.
Athugasemdir
banner