Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. mars 2020 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Spilað fyrir luktum dyrum í Rúmeníu - Skólum lokað
Mynd: Getty Images
Yfirvöld í Rúmeníu hafa ákveðið að loka öllum skólum í landinu til 22. mars til að hefta útbreiðslu á kórónaveirunni. Þá eru allir fótboltalekir spilaði fyrir luktum dyrum en þetta gæti sett leik Íslands og Rúmeníu í hættu.

Ísland og Rúmenía eigast við í umspili um sæti á EM þann 26. mars næstkomandi en útbreiðsla kórónaveirunnar virðist setja þann leik í hættu.

Það var staðfest í dag að 100 þúsund skólum í Rúmeníu verður lokað frá 11. mars til 22. mars.

Þá hefur öllu flugi til og frá Ítalíu verið aflýst. Rúmenska knattspyrnusambandið staðfesti þá að allir knattspyrnuleikir í Rúmeníu fara fram fyrir luktum dyrum.

Sautján manns hafa verið greindir með veiruna í Rúmeníu en þó er óljóst hvort landslið Rúmeníu mætir Íslandi þann 26. mars. Það ætti að skýrast á næstu dögum.


Athugasemdir
banner
banner