Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. mars 2020 15:39
Elvar Geir Magnússon
Telur Víkinga geta barist um þann stóra - „Arnar alveg óhræddur"
Víkingar urðu bikarmeistarar í fyrra.
Víkingar urðu bikarmeistarar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Smári Sigurðsson.
Halldór Smári Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn var ný ótímabær spá fyrir Pepsi Max-deildina opinberuð í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Bikarmeisturunum í Víkingi var spáð í fjórða sæti en Ingólfur Sigurðsson, álitsgjafi þáttarins, telur að liðið geti endað ofar.

„Ég hef mjög mikla trú á þeim," segir Ingólfur. En getur Víkingur barist um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn?

„Ekki spurning. Það sem ég fíla við Arnar Gunnlaugs og hans þjálfarateymi, sem hafa komið inn með þvílíkum krafti, er nálgun hans á liðið sitt. Hann talar opinskátt um það og segist vilja taka næsta skref og komast í toppbaráttuna. Hann er alveg óhræddur og mér finnst það mjög aðlaðandi hjá þeim."

„Víkingur er með geggjaðan hóp og ógeðslega góða unga leikmenn. Þeir eru komnir með Ingvar Jóns í rammann og ég held að þeir muni gera góða hluti í sumar. Ég æfði með þeim í vetur og ég hef ekki verið með á æfingum hjá liði hér heima þar sem er eins hátt tempó. Þeir æfa eins og þeir spila," segir Ingólfur.

„Þeir eru núna komnir með þetta iðagræna gervigras á heimavöllinn sinn, þar sem þeir geta spilað léttleikandi fótbolta. Þeir eru með ótrúlega góða leikmenn."

Víkingar hafa verið hrikalega öflugir í Lengjubikarnum og þeir slátruðu KA 6-0 um liðna helgi.

Eitt það óhugnalegasta sem ég hef séð
Varnarmaðurinn Halldór Smári Sigurðsson fékk gríðarlega þungt höfuðhögg í leik á dögunum og er óvíst hvenær hann getur farið að spila aftur.

„Maður óskar Halldóri Smára skjóts bata. Maður hefur séð hvernig þessi höfuðhögg hafa verið að fara með fullt af leikmönnum. Þetta er grafalvarlegt mál. Þetta sem kom fyrir hann er eitt það óhugnalegasta sem ég hef séð. Það hefur komið smá bakslag í þetta hjá honum," segir Tómas Þór Þórðarson.

„Fótboltinn sem Víkingar spila fer rosalega mikið í gegnum Halldór Smára. Er ég að fara of langt með að segja hann best spilandi miðvörð í deildinni? Þegar Halldór Smári var ekki í fyrra var þetta smá basl. Sölvi og Kári eru stórkostlegir varnarmenn en eru af gamla skólanum."

Ingólfur bætir við: „Ég tek undir þetta sem þú ert að segja. Hann er svo ótrúlega mikilvægur í öllu uppspili hjá Víkingum og kemur boltanum þar sem hann á að fara. Hann er með mikinn leikskilning og sér næstu skref fram í tímann. Hann er róelgur og yfirvegaður sem skiptir rosalega miklu máli."

Í spilaranum hér að neðan má hlusta á umræðuna í heild sinni.
Ótímabæra spáin fyrir Pepsi Max - Breytingar á toppnum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner