Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. mars 2020 11:09
Elvar Geir Magnússon
Zidane: Okkar versti leikur á tímabilinu
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Barcelona komst aftur á topp spænsku deildarinnar um helgina en Real Madrid tapaði gegn Real Betis í gær, 2-1. Börsungar hafa nú tveggja stiga forystu.

Á síðustu vikum hefur Real Madrid dottið út úr bikarkeppninni og eru í erfiðri stöðu í einvígi sínu gegn Manchester City í Meistaradeildinni.

„Ég tel að við höfum spilað illa frá upphafi til enda. Það er rosalega svekkjandi. Við náðum ekkert að spila og ég hef engar skýringar," segir Zidane.

„Ég er stjórinn og þegar hlutirnir ganga ekki vel eða liðið gerir ekki það sem rætt var um þá tek ég ábyrgð. Þetta var okkar versti leikur á tímabilinu. Þetta var lélegt varnar- og sóknarlega."

„Það vantaði upp á allan hreyfanleika til að skapa vandamál fyrir andstæðingana. Við fengum tvö mörk á okkur en það sem fer mest í taugarnar á mér er hvað við gerðum þegar við vorum með boltann."
Athugasemdir
banner
banner