
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta í kjaftasögunum. Njótið!
Erling Braut Haaland, framherji Borussia Dortmund, getur valið á milli stórliða í sumar en Manchester United, Chelsea, Liverpool, Bayern Munich, Real Madrid og Juventus vilja öll fá hann í sínar raðir. (ESPN)
Real Madrid vonast til að góð spilamennska Gareth Bale (31) að undanförnu hjálpi til við að selja leikmanninn í sumar. (Mail)
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er með fullan stuðning frá stjórn félagsins þrátt fyrir erfiðan kafla að undanförnu. (Times)
Gini Wijnaldum (30), miðjumaður Liverpool, segir engar nýjar fréttir með framtíð sína en hann verður samningslaus í sumar. WIjnaldum segist einungis hugsa um að snúa gengi Liverpool við. (Mirror)
Raphinha (24) kantmaður Leeds er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið. (Express)
Kingsley Coman (24) kantmaður Bayern Munchen hefur hafnað nýju samningstilboði frá félaginu. Coman hefur verið orðaður við Manchester United. (Mail)
Umboðsmaður Alexandre Lacazette (29) framherja Arsenal, hefur boðið hann til Atletico Madrid. Barcelona og Juventus. (Calciomercato)
Thierry Henry segist vilja stýra Arsenal einn daginn en hann segist vera ennþá að læra sem stjóri. (FourFourTwo)
Edinson Cavani (34) hefur ákveðið að fara frá Manchester United eftir sumarið og ganga í raðir Boca Juniors í Argentínu. (Ole)
Arsneal ætlar að reyna að fá varnarmanninn Jordan Amavi (26) frítt frá Marseille í sumar. (Star)
Manchester United, Tottenham og Liverpool hafa áhuga á Nikola Milenkovic (23) varnarmanni Fiorentina. (Calciomerato)
Mark Noble (33) fyrirliði West Ham hefur samþykkt nýjan eins árs samning við félagið en núverandi samningur rennur út í sumar. (Standard)
Norwich vill fá miðjumanninn Oliver Skipp (20) áfram á láni frá Tottenham á næsta tímabili. (Football Insider)
Diego Costa (32) hefur fengið tilboð frá Benfica sem hljóðar upp á þrjár milljónir evra í laun á ári. (Goal)
Athugasemdir