sun 09. apríl 2017 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: KR ekki í vandræðum með Þór
Kennie Chopart kom KR-ingum á bragðið.
Kennie Chopart kom KR-ingum á bragðið.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
KR 4 - 1 Þór
1-0 Kennie Knak Chopart ('19 )
2-0 Tobias Thomsen ('38 )
3-0 Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('44 )
3-1 Ármann Pétur Ævarsson ('64 )
4-1 Óskar Örn Hauksson ('80 , víti )

KR varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér þáttökurétt í undanúrslitum Lengjubikars karla. Þeir mættu Þór frá Akureyri í fyrsta leiknum í 8-liða úrslitunum, en leikurinn fór fram á KR-velli.

KR-ingar, sem unnu Riðil 2 í A-deild, byrjuðu leikinn af krafti og komust yfir eftir 19 mínútur þegar Kennie Chopart skoraði.

Annar danskur sóknarmaður, Tobias Thomsen, sem gekk í raðir KR á dögunum, var á ferðinni á 38. mínútu og stuttu eftir það bætti bakvörðurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson við þriðja markinu.

Staðan var 3-0 fyrir KR í hálfleik og leikurinn gott sem búinn. Þórsarar náðu að minnka muninn um miðjan síðari hálfleikinn, en það var ekki nóg. Óskar Örn Hauksson gerði fjórða mark KR úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

KR-ingar munu annað hvort mæta Breiðablik eða FH í undanúrslitum, en hinir leikirnir í 8-liða úrslitunum eru á morgun.

Byrjunarlið KR: Stefán Logi Magnússon (m), Morten Beck, Gunnar Þór Gunnarsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Finnur Orri Margeirsson, Óskar Örn Hauksson, Pálmi Rafn Pálmason, Indriði Sigurðsson, Kennie Knak Chopart, Arnór Sveinn Aðalsteinsson.

Byrjunarlið Þór: Aron Birkir Stefánsson (m), Gauti Gautason, Orri Sigurjónsson, Ármann Pétur Ævarsson, Jónas Björgvin Sigurbergsson, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson, Sigurður Marinó Kristjánsson, Kristján Örn Sigurðsson, Aron Kristófer Lárusson,
Gunnar Örvar Stefánsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner