Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. apríl 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Meistaraspáin - Þrjú ensk lið í eldlínunni
Meistaraspáin.
Meistaraspáin.
Mynd: Fótbolti.net
Salah og Firmino verða í eldínunni í kvöld.
Salah og Firmino verða í eldínunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
City heimsækir Tottenham.
City heimsækir Tottenham.
Mynd: Getty Images
8-liða úrslitin í Meistaradeildinni hefjast í kvöld með tveimur leikjum. Hefjast leikirnir báðir klukkan 19:00.

Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks og Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Fótbolti.net kemur einnig með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.

Óli Stefán Flóventsson:

Liverpool 3 - 1 Porto
Það er ekki nema rétt rúmlega ár síðan þessi lið áttust við í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og þá rúlluðu Púllararnir yfir Porto 5-0.

Í ár kemur Liverpool sér í mjög góða stöðu á heimavelli með sannfærandi sigri. Leikurinn verður ekki eins auðveldur og fyrir ári síðan en engu að síður skora Bítlabörnin 3 mörk og þar verða að verki Mane, Salah og Wijnaldum. Moussa Marega skorar mikilvægt útivallarmark sem heldur einvíginu á lífi.

Tottenham 1 - 1 Manchester City

Ég hef hingað til alltaf spáð Tottenham hrakförum í þessari meistaradeildarspá mínum, KA og Tottenham bræðrunum Ása og Ingvari Gísla til mikils ama. Ég ætla í þetta sinn að verða þeim aðeins hliðhollur og spá jafntefli. Man City eru einfaldlega eitt besta lið í heimi um þessar mundir og þeir þurfa að spila illa til þess að fara ekki áfram. Vinir mínir í Tottenham eru hins vegar komnir inn á nýjan heimavöll og hafa ekki nokkurn áhuga á því að tapa fyrsta meistaradeildarleiknum þar. Son kemur Tottenham yfir snemma en Bernardo Silva jafnar seint í leiknum.

Ágúst Gylfason:

Liverpool 2 - 0 Porto

Líklegasta liðið til vinna Meistaradeildina í ár að mínu áliti, Liverpool mun ekki misstíga sig á móti liði eins og Porto. Klopp og félagar munu setja línurnar strax í byrjun með háu tempói og gæðum. Pepe leikmaður Porto fær að öllum líkindum rautt eftir pirringsbrot á einum af framherjum Liverpool. Firminio og Salah setja mörkin en þau koma bæði seint í leiknum.

Tottenham 1 - 1 Manchester City

Ekki viss með hvernig þessi leikur muni spilast. Það vita allir að City muni halda boltanum mest og að þeir skori alltaf í leikjum sínum. Forvitnilegt verður þó hvernig Mauricio Roberto Pochettino Trossero þjálfari Tottenham leggur leikinn upp. Sigur uppskriftin fyrir Tottenham að mínu viti ætti að vera skyndisóknir og föst leikatriði. Harry Kane skorar eftir aukaspyrnu en Gundogan jafnar fyrir City, niðurstaðan 1 - 1.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon:

Liverpool 1 - 0 Porto
Liverpool er mun betra lið og klárar þetta einvígi. En ég hef á tilfinningunni að þetta verði strembið fyrir þá í kvöld.

Tottenham 1 - 2 Manchester City
Tottenham fær Meistaradeildarleik á nýja geggjaða leikvangnum. Liðið er komið lengra í keppninni en flestir bjuggust við á meðan forgangsatriðið hjá City er að taka loksins hinn heilaga kaleik. City var sett saman til að vinna þessa keppni.

Staðan í heildarkeppninni:
Gústi Gylfa - 11 stig
Óli Stefán - 9 stig
Fótbolti.net - 9 stig
Athugasemdir
banner