Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 09. apríl 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Carragher ráðleggur Hudson-Odoi að skrifa ekki undir hjá Chelsea
Callum Hudson-Odoi er einn efnilegasti knattspyrnumaður heims
Callum Hudson-Odoi er einn efnilegasti knattspyrnumaður heims
Mynd: Getty Images
Enski sparkspekingurinn Jamie Carragher ráðleggur Callum Hudson-Odoi, leikmanni Chelsea, að geyma það að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Hudson-Odoi er aðeins 18 ára gamall en er samt sem áður kominn með 5 mörk og 5 stiðsendingar fyrir Chelsea á leiktíðinni og það hefur hann gert á tæpum 1100 mínútum.

Frammistaða hans hefur skilað honum í enska A-landsliðið og það var ekki fyrr en þá sem Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, fór að gefa honum séns í byrjunarliðinu.

Samningur Hudson-Odoi rennur út sumarið 2020 en hann er að skoða sín mál. Þýska félagið Bayern München lagði fram nokkur tilboð í Hudson-Odoi í janúr en Chelsea hafnaði þeim öllum.

Borussia Dortmund, Liverpool, Leipzig, Manchester City og Manchester United hafa einnig áhuga á honum.

„Ef ég væri Hudson-Odoi þa´myndi ég ekki skrifa undir samninginn. Hann er í mjög sterkri stöðu og ég myndi ekki skrifa undir til að fá meiri pening og meiri dramatík. Hann vill bara spila og ég er ánægður með hugrekkið sem han er að sýna," sagði Carragher.

„Hann á að spila jafn mikið á næsta tímabili og ef Chelsea sýnir honum þá tryggð að spila honum þá verður hann pottþétt áfram hjá uppeldisfélaginu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner