Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 09. apríl 2019 21:10
Arnar Helgi Magnússon
Championship: Leeds á sigurbraut
Bamford gerði tvö
Bamford gerði tvö
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sex leikir voru á dagskrá í ensku Championship deildinni í kvöld. Barist var bæði á toppi og botni deildarinnar.

Leeds er í harðri toppbaráttu en liðið heimsótti Preston í kvöld. Markalaust var í hálfleik en í upphafi síðari hálfleik fékk Ben Pearson, leikmaður Preston að líta beint rautt spjald. Leikmenn Leeds gengu á lagið og skoruðu tvö mörk í kjölfarið. Lokatölur 0-2 og Leeds komið upp í 2. sæti deildarinnar.

Blackburn vann nokkuð óvæntan sigur á Derby, 2-0, en bæði mörk liðsins komu á síðasta stundarfjórðungi leiksins.

Bristol City tók á móti West Brom en heimamenn í Bristol voru búnir að skora þrjú mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Hálfleikstölur 3-0. Dwight Gayle og Jay Rodriguez náðu að gera leik úr þessu fyrir WBA í lokin þegar þeir skoruðu sitthvort markið. Lengra komst liðið þó ekki.

Swansea vann flottan sigur á Stoke en liðin eru á svipuðum stað í deildinni. Sheffield Wednesday vann stóran sigur á Nottingham Forest og er liðið nú komið í níunda sæti deildarinnar.

Að lokum var það Middlesbrough sem að vann útisigur á Bolton en Middlesbrough er enn í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Blackburn 2 - 0 Derby County
1-0 Joe Rothwell ('76 )
2-0 Bradley Dack ('90 )

Bristol City 3 - 2 West Brom
1-0 Josh Brownhill ('2 )
2-0 Andreas Weimann ('16 )
3-0 Jack Hunt ('19 )
3-1 Dwight Gayle ('47 )
3-2 Jay Rodriguez ('74 )

Preston NE 0 - 2 Leeds
0-1 Patrick Bamford ('62 )
0-2 Patrick Bamford ('76 )
Rautt spjald:Ben Pearson, Preston NE ('49)

Sheffield Wed 3 - 0 Nott. Forest
1-0 Marco Matias ('47 )
2-0 George Boyd ('58 )
3-0 Marco Matias ('67 )

Swansea 3 - 1 Stoke City
1-0 Daniel James ('23 )
2-0 Mike van der Hoorn ('40 )
2-1 James McClean ('45 )
3-1 Oliver McBurnie ('86 )
Rautt spjald: ,Bruno Martins Indi, Stoke City ('53)Thomas Edwards, Stoke City ('60)

Bolton 0 - 2 Middlesbrough
0-1 Ashley Fletcher ('16 )
0-2 Ashley Fletcher ('28 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Ipswich Town 43 26 11 6 85 53 +32 89
2 Leicester 42 28 4 10 79 38 +41 88
3 Leeds 43 26 9 8 76 34 +42 87
4 Southampton 42 25 9 8 84 54 +30 84
5 West Brom 43 20 12 11 66 42 +24 72
6 Norwich 43 21 8 14 76 60 +16 71
7 Hull City 42 18 11 13 62 54 +8 65
8 Coventry 42 17 12 13 66 52 +14 63
9 Middlesbrough 43 18 9 16 61 56 +5 63
10 Preston NE 43 18 9 16 56 60 -4 63
11 Cardiff City 43 18 5 20 48 60 -12 59
12 Bristol City 43 16 10 17 50 46 +4 58
13 Sunderland 43 16 8 19 52 50 +2 56
14 Swansea 43 14 11 18 53 62 -9 53
15 Watford 43 12 16 15 59 58 +1 52
16 Millwall 43 13 11 19 42 55 -13 50
17 Blackburn 43 13 10 20 57 71 -14 49
18 Plymouth 43 12 12 19 58 66 -8 48
19 QPR 43 12 11 20 40 57 -17 47
20 Stoke City 43 12 11 20 41 60 -19 47
21 Birmingham 43 12 9 22 48 64 -16 45
22 Huddersfield 43 9 17 17 47 70 -23 44
23 Sheff Wed 43 12 8 23 36 67 -31 44
24 Rotherham 43 4 11 28 32 85 -53 23
Athugasemdir
banner
banner