Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 09. apríl 2019 20:07
Arnar Helgi Magnússon
„Ekki heimsendir þó að Herrera og Mata kveðji"
Á förum?
Á förum?
Mynd: Getty Images
Ander Herrera og Juan Mata gætu báðir verið á förum frá Manchester United í sumar en þá rennur samningur þeirra við félagið út.

Nokkur lið eru sögð áhugasöm um leikmennina en PSG er sagt vilja fá Ander Herrera í sínar raðir.

„Juan Mata og Ander Herrera vekja áhuga liða, eðlilega. Þeir eru frábærir íþróttamenn en það yrði ekki heimsendir fyrir félagið að missa þá báða," segir Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd og núverandi knattspyrnusérfræðingur.

„Þeir eru klárlega leikmenn sem að United getur notað samt sem áður. Þeir eru hinsvegar ekki ómissandi og vel hægt að fylla í þeirra skörð."

Líklegt þykir að miklar mannabreytingar verði hjá Manchester United í sumar og er Ole Gunnar Solskjær líklega byrjaður að undirbúa næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner