Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 09. apríl 2019 21:25
Arnar Helgi Magnússon
Guardiola ekki ósáttur: Létum þá hlaupa mikið
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, var ekki ósáttur við spilamennsku sinna manna gegn Tottenham í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Son Heung Min skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Sergio Aguero klúðraði vítaspyrnu í upphafi leiks en markvörður Heimsmeistara Frakklands varði vel.

„Við spiluðum mjög vel, sérstaklega varnarleikinn, við gáfum ekki mörg færi á okkur. Við stjórnuðum leiknum og létum þá hlaupa mikið. Það fór mikil orka frá þeim í þennan leik," sagði Guardiola eftir leikinn.

„Tilfinningin svona strax eftir leik er ekki sú að þetta hafi verið lélegt hjá okkur. Við spiluðum vel, sérstaklega í síðari hálfleik. Augljóslega eru úrslitin ekki góð, ekki jafn slæm og á síðasta tímabili þó."

Þarna vitnar Guardiola í leikinn gegn Liverpool í 8-liða úrslitunum á síðasta tímabili en fyrri leikurinn endaði með 3-0 sigri Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner