þri 09. apríl 2019 16:44
Elvar Geir Magnússon
Hannes: Margir í Vesturbænum hundsvekktir út í mig
Hannes í Valsbúningnum í dag.
Hannes í Valsbúningnum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson var kynntur sem nýr markvörður Vals í dag. Landsliðsmarkvörðurinn ræddi við Fótbolta.net á Hlíðarenda.

Hannes gerði fjögurra ára samning og segir að það sé ákveðin öryggistilfinning að vera kominn með langtímasamning hér á Íslandi.

„Mér var tilkynnt það fyrir nokkrum mánuðum að ég væri ekki inni í myndinni í Aserbaidsjan. Ég fór að fá símtöl héðan og þaðan og vissi af áhuga Valsmanna," sagði Hannes um aðdragandann.

Hannes er fyrrum leikmaður KR og sögusagnir voru um að KR-ingar hefðu einnig áhuga á því að fá hann til sín. Hannes varð Íslandsmeistari með KR og var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins á sínum tíma.

„Þetta var erfið ákvörðun. Valur er frábært félag en hjá KR átti ég skemmtilegustu árin á mínum fótboltaferli. Mér þykir gríðarlega vænt um þann tíma og þau ár. Það var ekki auðveld ákvörðun að velja að fara í erkifjendurna," sagði Hannes.

„Ég veit að margir í Vesturbænum hundsvekktir út í mig. Það er svolítið sárt en ég þurfti að taka ákvörðun út frá minni sannfæringu. Ég tel að þetta sé rétta skrefið."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að neðan.


Hannes: Ætla mér að spila með landsliðinu á EM
Athugasemdir
banner
banner