Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. apríl 2019 17:55
Arnar Helgi Magnússon
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Keita og Milner byrja - De Bruyne á bekknum
Joe Gomez mættur á varamannabekkinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
8-liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast eftir tæpa klukkustund með tveimur hörkuleikjum. Liverpool mætir Porto á Anfeild á meðan Manchester City heimsækir Tottenham.

Liverpool fór í gegnum Bayern München í 16-liða úrslitum og mætir nú Porto en þessi lið mættust einmitt í 16-liða úrslitum á síðasta tímabili er Liverpool fór alla leið í úrslitin.

Á sama tíma eigast Tottenham Hotspur og Manchester City við en leikurinn fer fram á nýja leikvangi Tottenham.

Byrjunarliðin í leikjum kvöldsins eru dottin í hús. Jurgen Klopp gerir þrjár breytingar á sínu liði.

Dejan Lovren, Jordan Henderson og James Milner koma allir inn í liðið fyrir þá Joel Matip, Gini Wijnaldum og Andy Robertson. James Milner virðist vera stillt upp í vinstri bakverði en Robertson tekur út leikbann. Joe Gomez er mættur aftur í leikmannahóp Liverpool og er á varamannabekknum.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Milner, Fabinho, Keita, Henderson, Mane, Firmino, Salah.
(Varamenn: Mignolet, Wijnaldum, Gomez, Sturridge, Shaqiri, Matip, Origi.)

Byrjunarlið Porto: Casillas, Maxi, Felipe, Militão, Alex Telles, Corona, Danilo, Óliver, Otávio, Marega, Soares.


De Bruyne á bekknum
Pep Guardiola setur Kevin De Bruyne á varamannabekkinn en Ryiad Mahrez byrjar leikinn. Fernandinho hefur jafnað sig af meiðslunum og er á miðsvæðinu.

Sergio Aguero er fremstur hjá Manchester City. Hjá Tottenham er allt með nokkuð hefðbundnu sniði. Harry Kane fremstur með Son og Alli fyrir aftan sig.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Trippier, Alderweireld, Vertonghen, Rose, Sissoko, Winks, Eriksen, Dele, Son, Kane.
(Varamenn: Gazzaniga, Davies, Sanchez, Foyth, Wanyama, Lucas, Llorente.)

Byrjunarlið Manchester City: Ederson, Walker, Laporte, Otamendi, Delph, Fernandinho, Gundogan, David Silva, Mahrez, Sterling, Aguero
(Varamenn: Muric, Kompany, Stones, De Bruyne, Sane, Foden, Jesus )


Athugasemdir
banner
banner