Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. apríl 2019 20:30
Arnar Helgi Magnússon
Óli Jó: Sagðist Bjarni einhvern tímann ætla að hætta?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Ólafur Eiríksson mun spila með Val í Pepsi Max deildinni í sumar en hann tók sér frí frá knattspyrnu í vetur og íhugaði það að hætta í fótbolta.

„Ég er í fríi sem endar mjög líklega á því að ég hætti í fótbolta," sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, Íslandsmeistari með Val, í samtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 fyrr í vetur.

Hann hóf síðan að æfa með Valsmönnum aftur í febrúar og fór með liðinu í æfingaferð erlendis. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir að hann hafi spjallað við Bjarna og sagt honum að taka sér frí.

„Sagðist Bjarni einhverntímann vera hættur? Ég sagði honum bara að fara í frí og hugsa málið, hann ætti ekki að segja neinum að hann væri hættur og síðan myndum við taka stöðuna," sagði Ólafur Jóhannesson í samtali við Fótbolta.net

„Það var það sem við gerðum. Blessunarlega fyrir Val og okkur þá ákvað hann að koma til baka."

Viðtalið við Óla Jó má hlusta á í heild sinni með því að smella hér.
Óli Jó: Enginn að fara eins og staðan er núna
Athugasemdir
banner
banner
banner