Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. apríl 2019 09:42
Elvar Geir Magnússon
Rakel skoraði í jafnteflisleik í Suður-Kóreu
Fanndís (sem lék sinn 100. landsleik), Rakel (sem skoraði) og Selma Sól (sem kom af bekknum).
Fanndís (sem lék sinn 100. landsleik), Rakel (sem skoraði) og Selma Sól (sem kom af bekknum).
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Suður-Kórea 1 - 1 Ísland
0-1 Rakel Hönnudóttir ('22)
1-1 Ji So-Yun ('29)

Íslenska kvennalandsliðið er í Suður-Kóreu en jafntefli var niðurstaðan í seinni vináttulandsleik liðanna sem var að ljúka. Um síðustu helgi vann Ísland 3-2.

Fanndís Friðriksdóttir var í byrjunarliði Íslands í morgun en hún lék sinn 100. landsleik.

Ísland tók forystuna um miðjan fyrri hálfleik eftir að Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir átti skot í slá. Rakel Hönnudóttir náði frákastinu og skoraði með skalla.

Sonný Lára Þráinsdóttir markvörður þurfti að sækja boltann í netið sjö mínútum síðar og staðan var 1-1 í hálfleik.

Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir komst næst því að skora í annars tíðindalitlum seinni hálfleik en skot hennar fór í slá.

Lið Íslands:
Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
Ingibjörg Sigurðardóttir (60' Ásta Árnadóttir)
Guðrún Arnardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir (67' Lára Kristín Pedersen)
Sandra María Jessen (60' Selma Sól Magnúsdóttir)
Rakel Hönnudóttir (71' Andrea Mist Pálsdóttir)
Fanndís Friðriksdóttir (77' Hallbera Guðný Gísladóttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir


Athugasemdir
banner
banner