Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. apríl 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Solskjær vonar að Rashford verði klár - Sanchez æfði en spilar ekki
Alexis Sanchez á æfingu.
Alexis Sanchez á æfingu.
Mynd: Getty Images
Manchester United mætir Barcelona á Old Trafford á morgun í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, var spurður út í stöðuna á leikmannamálum en þar sagðist hann vona að Marcus Rashford geti spilað. Rashford lék ekki með í tapinu gegn Úlfunum.

„Við vonumst enn eftir því að Nemanja Matic verði klár í leikinn en Ander Herrera er væntanlega frá. Eric Bailly og Antonio Valencia eru klárlega fjarverandi," sagði Solskjær.

Þá sagði Solskjær að Alexis Sanchez muni ekki leika gegn Barcelona, sínu fyrrum félagi.

„Hann hefur gert ansi mikið til að verða klár í slaginn og er búinn að hrista af sér meiðsli. Hann verður ekki með á morgun en verður líklega í hópnum gegn West Ham um næstu helgi."
Athugasemdir
banner
banner
banner