Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. apríl 2019 19:02
Arnar Helgi Magnússon
Svíþjóð: Bjarni Mark lék í jafnteflisleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark Antonsson var á sínum stað í byrjunarliði Brage þegar liðið mætti Västerås í Superettunni í Svíþjóð í dag.

Bjarni gekk í raðir sænska liðsins fyrir tímabilið en einungis tvær umferðir eru búnar af mótinu í Svíþjóð. Bjarni, sem er 23 ára, var einn besti leikmaður KA í fyrra og var meðal annars valinn leikmaður ársins af Schiöthurum, stuðningsmannasveit KA.

Bjarni var ekki lengi að láta til sín taka í leiknum í dag en hann fékk gult spjald eftir einungis níu mínútna leik.

Stuttu síðar kom Filip Tronêt heimamönnum í Västerås yfir en það var eina mark fyrri hálfleiks. Anton Lundin jafnaði metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og jafntefli því niðurstaðan. Brage þriðja sæti deildarinnar með fjögur stig eftir tvær umferðir.
Athugasemdir
banner
banner