þri 09. apríl 2019 15:06
Elvar Geir Magnússon
Þjálfaraskipti hjá Fiorentina
Mynd: Getty Images
Fiorentina hefur tilkynnt að Stefano Pioli sé ekki lengur þjálfari liðsins.

Pioli hefur sagt upp störfum en hann segir að efasemdir hafi verið um sig og því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar.

Fiorentina hafði lýst yfir stuðningi við Pioli, sem er fyrrum þjálfari Lazio og Inter, en miðað við yfirlýsingu hans var stuðningurinn ekki gegnheill.

Pioli er 53 ára og var ráðinn stjóri Fiorentina 2017. Liðið hafnaði í áttunda sæti á síðasta tímabili.

Fiorentina hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum. Framundan er þó undanúrslitaeinvígi gegn Atalanta í ítalska bikarnum.

Samkvæmt veðbönkum er Eusebio Di Francesco, fyrrum þjálfari Roma, líklegastur til að taka við stjórnartaumunum hjá Fiorentina.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner