þri 09. apríl 2019 19:16
Arnar Helgi Magnússon
U19 ekki á EM eftir tap gegn Hollandi
Alexandra Jóhannsdóttir gerði mark Íslands í leiknum
Alexandra Jóhannsdóttir gerði mark Íslands í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
U19 ára landslið kvenna mun ekki komast í lokakeppni EM en það varð ljóst eftir tap gegn Hollandi í dag. Um var að ræða úrslitaleik um laust sæti í lokakeppninni.

Hollendingar komust yfir á 20. mínútu þegar Van De Westeringh kom liðinu yfir. 1-0 í hálfleik, Hollandi í vil.

Íslenska liðið fékk vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Alexandra Jóhannsdóttir fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi, staðan orðin 1-1.

Það var síðan undir lok leiks sem að Baijings kom Hollendingum yfir á nýjan leik, 2-1. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og ævintýralega svekkjandi tap staðreynd. Það eru því Hollendingar sem að tryggðu sér sæti í lokakeppni EM 2019.

Hér að neðan má sjá byrjunarlið Íslands í leiknum.



Athugasemdir
banner
banner
banner