Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 09. apríl 2020 07:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Henderson sagður heilinn á bakvið sjóðinn
Mynd: Getty Images
James Ducker, blaðamaður hjá Telegraph, segir Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool, vera höfuðpaurinn á bakvið nýjan sjóð sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni stofnuðu í gærkvöldi.

„Hann mun ekki vilja hólið og verður sá fyrsti til að segja að þetta hafi verið samstíga átak en Jordan Henderson hefur verið í algjöru lykilhlutverki til að ná þessu í gegn," skrifar Ducker á Twitter.

Spurðu hvaða leikmann/einstakling sem kemur að þessu og allir munu segja það sama. Vel gert hjá kappanum,".

Leikmenn í úrvalsdeildinni eru ekki allir hrifnir af þeirri hugmynd að skerða laun leikmanna um þrjátíu prósent og segja að það muni skaða heilbrigðiskerfið. Sjóðurinn er stofnaður til að styðja við heilbrigðiskerfið, hvort sem það sé að aðstoða þá sem eru í fremstu víglínu eða á bakvið tjöldin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner