Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. apríl 2021 12:38
Elvar Geir Magnússon
Mourinho sendi samúðarkveðjur til konungsfjölskyldunnar
Filippus prins heilsar upp á enska landsliðið árið 1961.
Filippus prins heilsar upp á enska landsliðið árið 1961.
Mynd: Getty Images
Filippus prins, hertogi af Edinborg og eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, lést í morgun en hann var 99 ára. Hann hafði glímt við erfið veikindi að undanförnu og lést á friðsælan hátt í Windsor kastala.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sendi konungsfjölskyldunni samúðarkveðjur í upphafi fréttamannafundar í dag.

„Ég vil votta konungsfjölskyldunni samúð mína," sagði Mourinho.

„Í hreinskilni sagt þá ber ég ómælda virðingu fyrir konungsfjölskyldunni. Hún fær allar mínar samúðarkveðjur. Það er ekki bara fólk frá Bretlandi sem er með þessa tilfinningu."

„Mér þykir fráfall prinsins ákaflega leiðinlegt en ég hef bara jákvæðar tilfinningar í garð konungsfjölskyldunnar. Svona er lífið og við verðum að halda áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner