banner
   fös 09. apríl 2021 07:30
Aksentije Milisic
Rashford jafnaði 56 ára gamalt met Charlton
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, var á skotkónum í gær þegar United vann góðan 2-0 útisigur á Granada í Evrópudeildinni.

Rashford skoraði markið í fyrri hálfleik en hann tók þá frábærlega á móti flottri sendingu frá Victor Lindelof. Hann kláraði færið á snyrtilegan hátt.

Með þessu marki var Rashford að jafna 56 ára gamalt með sem Bobby Charlton á.

Rashford hefur nú skorað átta mörk í Evrópukeppni á þessari leiktíð og hefur hann gert það í ellefu leikjum í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Rashford er fyrsti enski leikmaðurinn sem nær þessum áfanga síðan Bobby Charlton gerði þetta tímabilið 1964-65.

Rashford skoraði sex mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er nú kominn með tvö mörk í Evrópudeildinni. United mistókst að komast upp úr riðli sínum í Meistaradeild Evrópu en þar fóru PSG og RB Leipzig áfram.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner