fim 09. maí 2019 09:20
Elvar Geir Magnússon
Barcelona losar sig við Coutinho - Herrera til PSG
Powerade
Philippe Coutinho hefur ekki fundið sig hjá Börsungum.
Philippe Coutinho hefur ekki fundið sig hjá Börsungum.
Mynd: Getty Images
Mitrovic til Southampton.
Mitrovic til Southampton.
Mynd: Getty Images
Coutinho, Hazard, Bale, Sanchez, De Ligt, Origi og fleiri í slúðrinu. BBC tók saman.

Brasilíski sóknarleikmaðurinn Philippe Coutinho (26) verður fyrsta fórnarlamb tapleiksins í Meistaradeildinni en Barcelona telur að hann sé ekki leikmaður sem passi inn í liðið. Þá á stjórnin eftir að funda um framtíð Ernesto Valverde þjálfara. (ESPN)

Kaupbann Chelsea er vond tíðindi fyrir Eden Hazard (28) sem vill vera seldur til Real Madrid. Bannið gæti komið í veg fyrir skiptin. (AS)

Chelsea hefur ekki enn hafið nýjar viðræður við Callum Hudson-Odoi (18). Félagið er tvístíga í því hvort best sé að selja hann eða eiga á hættu að missa hann á frjálsri sölu sumarið 2020. (Mail)

Leiðir Juventus og Massimiliano Allegri eru að skilja eftir fimm tímabil og fimm deildarmeistaratitla. Antonio Conte hefur verið orðaður við endurkomu. (La Stampa)

Ander Herrera (29), miðjumaður Manchester United, er á leið til Paris St-Germain á frjálsri sölu í sumar. Spánverjinn hefur samþykkt samning sem færir honum 160 þúsund pund í vikulaun hjá frönsku meisturunum. (Mirror)

Velski framherjinn Gareth Bale (29) vill vera áfram hjá Real Madrid en hefur ekki stuðning frá stjóranum Zinedine Zidane. (Sky Sports)

Real Madrid er tilbúið að setja Bale í frystikistuna og láta hann æfa með varaliðinu þar til hann finnur sér nýtt félag. (Sun)

Það verður eftirlíking af úrvalsdeildarbikarnum á Anfield, heimavelli Liverpool, í lokaumferðinni á sunnudag. Alvöru bikarinn verður á heimavelli Brighton þar sem Manchester City verður í heimsókn. (Times)

Unai Emery, stjóri Arsenal, vill losa fimm leikmenn í sumar. Þar á meðal Mesut Özil (30) og Henrikh Mkhitaryan (30). (Sun)

Liverpool íhugar að bjóða belgíska sóknarmanninum Divock Origi (24) sem skoraði tvö mörk í seinni leiknum gegn Barcelona nýjan samning. (Star)

Southampton býr sig undir 30 milljóna punda tilboð í Aleksandar Mitrovic (24), serbneska sóknarmanninn hjá Fulham. West Ham og félög í Kína hafa einnig áhuga á Mitrovic. (Express)

Nokkrir leikmenn Bayern München eru ósáttir við þróun liðsins undir stjórn Niko Kovac. (Bild)

Newcastle United vill fá velska vængmanninn Daniel James (21) frá Swansea en Ayoza Perez (25) vill fara til Ítalíu. (Mirror)

Umboðsmaður Alexis Sanchez (30) hefur verið í viðræðum við Inter um möguleika á að Sílemaðurinn fari til félagsins frá Manchester United. (Gazzetta dello Sport)

Petr Chech (36), tékkneski markvörðurinn hjá Arsenal, sætti sig við það fyrir mánuðum síðan að ferli sínum hjá Arsenal væri lokið. (Evening standard)

Inter Miami, MLS-félagið sem David Beckham á, mun hefja leikmannaleit í sumar og ætlar að ráða sinn fyrsta stjóra seinna á árinu. (Fox Sports)

Arsenal, Roma og Inter eru meðal félaga sem hafa áhuga á að fá Andre Gomes (25) sem er hjá Everton á láni frá Barcelona. Everton vill halda honum. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner