fim 09. maí 2019 20:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær ætlar að breyta félagsskiptastefnu United
Mynd: Getty Images
Lokahóf Manchester United er í fullum gangi um þessar mundir. Seinna í kvöld verður greint frá því hvaða einstaklingar skáru fram úr hjá félaginu á leiktíðinni sem nú er að ljúka.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri félagsins, talaði í kvöld um breytta félagsskiptastefnu hjá félaginu.

Félagið hefur eytt 687 milljónum punda í 26 leikmenn síðan Sir Alex Ferguson hætti hjá félaginu árið 2013. Félagið hefur verið mikið gagnrýnt fyrir stefnu sína og eyðslu síðan Sir Alex hætti.

Jose Mourinho var vel pirraður á því að stjórn félagsins vildi ekki kaupa hina og þessa leikmenn fyrir hann í fyrra og nú vill Solskjær breyta því hverjir séu keyptir til félagsins.

Solskjær vill fá leikmenn sem bæta liðið í heild sinni í stað leikmanna sem eru í þessu fyrir sig sjálfa. Solskjær segir að félagið verði að vera sniðugt á markaðnum og vill hann klára öll viðskipti áður en félagið fer í undirbúningsæfingaferðina sem hefst 8. júlí í sumar.

Mike Phelan, aðstoðarmaður Solskjær, ætlar að hjálpa Solskjær með stefnu sína.

Nýja stefna Phelan og Solskjær miðar að því að fá til félagsins yngri leikmenn í staðinn fyrir ofurstjörnur.
Athugasemdir
banner
banner
banner