Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bandarískar áfrýja niðurstöðu um jöfn laun landsliðanna
Mynd: Getty Images
Í síðustu viku var kröfu bandaríska kvennalandsliðsins, um sömu laun og karlandsliðið fær, hafnað.

Leikmenn kvennaliðsins, sem eru ríkjandi heimsmeistarar, vilja fá borgað í samræmi við leikmenn karlaliðsins en þeirri kröfu var hafnað með rökstuðningi.

Í dag segir BBC frá því að í gær hafi þessari ákvörðun verið áfrýjað. „Jöfn laun þýða að leikmenn kvennaliðsins fái sömu upphæð og karlarnir fyrir sigur í landsleik," segir Molly Levinson, talsmaður kvennalandsliðsins.

„Að segja að leikmenn kvennaliðsins fái nóg borgað þegar þær fái nálægt því sömu upphæð og karlarnir á sama tíma og þær vinna meira en tvöfalt fleiri leiki er ekki að fá jöfn laun."

Smelltu hér til að lesa grein BBC um málið.
Athugasemdir
banner
banner