lau 09. maí 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barcelona sagt að fara á fullt í Firmino
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur fengið þau skilaboð að gleyma Lautaro Martinez, framherja Inter, og einbeita sér frekar að Roberto Firmino, framherja Liverpool.

Það er fyrrum framherji Stoke, Bojan Krkic, sem er á þeirri skoðun að gáfulegra væri að fá Firmino til Katalóníu. Bojan er af serbneskum ættum en hann steig sín fyrstu skref á ferlinum á Nývangi.

„Ég er á þeirri skoðun að Lautaro Martinez henti ekki leikstíl Barcelona. Það væri því leiðinlegt fyrir hann og félagið ef hann færi til Spánar."

„Ef ég fengi að velja nafn þá væri það Roberto Firmino: leikmaður sem tengir línurnar saman og hreyfir sig vel."

„Ég vil ekki að það sama gerist og með Griezmann þar sem framherji er settur á vænginn og það hefur ekki verið að virka. Það má ekki gerast aftur, nía er nía. Ef Barca kaupir Martinez þá verður félagið að nota hann í níunni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner