banner
   lau 09. maí 2020 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef þið mætið á völlinn þá töpum við leiknum"
Fredi Bobic.
Fredi Bobic.
Mynd: Getty Images
Þýska Bundesliga hefst um næstu helgi og verður leikið án áhorfenda. Frankfurt hefur komið skilaboðum til stuðningsmanna og biðlar til þeirra að flykkjast ekki að leikvangi félagsins þegar leikur liðsins fer fram.

Fredi Bobic, íþróttastjóri félagsins, er sendandi tilkynningarinnar. Frankfurt, sem er í 12. sæti deildarinnar, mætir Gladbach næsta laugardag.

„Við höfum rætt mikið við okkar stuðningsmenn og beðið þá um að hlusta á okkur og mæta ekki á völlinn - ef þið mætið á völlinn þá töpum við leiknum því reglurnar eru mjög strangar," sagði Bobic við ESPN.

„Stuðningsmenn eru skarpir. Þeir hafa fylgt reglum undanfarnar vikur og það hefur hjálpað samfélaginu, sérstaklega þeim sem eldri eru."

„Við höfum trú á að þeir fylgi reglum og mæti ekki. Það er það rétta í stöðunni. Hitt er bannað, ekki mæta, það væri gegn öllu sem er rétt."

laugardagur 16. maí
13:30 Dortmund - Schalke 04
13:30 RB Leipzig - Freiburg
13:30 Hoffenheim - Hertha
13:30 Fortuna Dusseldorf - Paderborn
13:30 Augsburg - Wolfsburg
16:30 Eintracht Frankfurt - Gladbach

sunnudagur 17. maí
13:30 Koln - Mainz
16:00 Union Berlin - Bayern
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner