Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 09. maí 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Djibril Cisse býðst til að spila launalaust í Ligue 1
Mynd: Getty Images
Hinn 38 ára gamli Djibril Cisse vill snúa aftur í efstu deild franska boltans til að skora þau fjögur mörk sem hann vantar til að komast upp í hundrað.

Cisse skoraði 96 mörk með Auxerre, Marseille og Bastia í Ligue 1 og segist vera tilbúinn til að þess að spila launalaust ef eitthvað lið telur sig hafa not fyrir hann.

„Allir markaskorarar elska að setja sér markmið. Mitt markmið er að skora 100 í frönsku deildinni en ég var búinn að skora 96 þegar ég lagði skóna á hilluna," sagði Cisse við SoFoot.

„Ég vil fara aftur í Ligue 1 til að skora fjögur mörk. Ef eitthvað lið vill mig væri ég tilbúinn til að spila launalaust í tvo eða þrjá mánuði."

Cisse skoraði 24 mörk í 28 deildarleikjum með Yverdon í svissnesku C-deildinni 2017-18. Hann skrifaði undir samning við Vicenza, í ítölsku C-deildinni, sumarið 2018 en er samningslaus í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner