Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. maí 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Drogba kosinn bestur í Frakklandi framyfir Zlatan
Stuðningsmenn Marseille fjölmenntu og tryggðu Drogba sigur í opinberri kosningu Ligue 1.
Stuðningsmenn Marseille fjölmenntu og tryggðu Drogba sigur í opinberri kosningu Ligue 1.
Mynd: Getty Images
Franskir fótboltaaðdáendur tóku þátt í opinberri netkosningu Ligue 1 um besta sóknarmann sem spilað hefur í deildinni á þessari öld.

Margir frábærir leikmenn hafa spilað í deildinni og eru menn á borð við Edinson Cavani, Kylian Mbappe og Neymar enn að.

Það var Didier Drogba sem vann netkosninguna fyrir dvöl sína hjá Guingamp og Marseille, áður en hann var keyptur til Chelsea.

Drogba skoraði þó aðeins 39 mörk í 80 deildarleikjum og kemur því á óvart að hann hafi unnið kosninguna.

Zlatan Ibrahimovic endaði í öðru sæti en á sínu besta tímabili skoraði hann 38 mörk í 31 deildarleik fyrir PSG. Í heildina gerði hann 113 mörk í 122 leikjum í Ligue 1.


Athugasemdir
banner