Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. maí 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fá leyfi til að sleppa VAR
Mynd: Getty Images
Í gær gaf FIFA grænt ljós á að lið megi nýta allt að fimm skiptingar í stað þriggja eins og reglan er nú. Félögin fái þó einungis að nýta sér þrjá tímapunkta í leiknum til að nýta þessar fimm skiptingar, til að koma í veg fyrir töf á leiknum.

Sjá einnig:
Verða fleiri skiptingar í Pepsi Max í sumar?

FIFA gaf á sama tíma þeim deildum sem nýta sér VAR myndbandsdómgæsluna leyfi til að hætta því það sem eftir lifir leiktíðinni 2019/2020.

FIFA gefur leyfi að það verði gert frá og með 1. júní sem tímabundnalausn til að hjálpa knattspyrnunni að aðlagast í kjölfar hlésins sem varð á kappleikjum vegna heimsfaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner