lau 09. maí 2020 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gagnrýnt að úrvalsdeildarleikmenn fái forgang
Mynd: Getty Images
Starfsfólk heilbrigðiskerfisins í Bretlandi þurfa að bíða tvo til þrjá sólarhringa til að fá niðurstöðu úr prófunum vegna kórónaveirunnar. Það er lengri tími en úrvalsdeildarleikmenn fá niðurstöðuna strax daginn eftir prófið.

Enska úrvalsdeildin stefnir á að leikir hefjist í næsta mánuði og leikmenn verða prófaðir reglulega. Fyrstu prófanir verða næsta fimmtudag og fá niðurstöður strax daginn eftir.

Einhverjir gagnrýna það að leikmenn í úrvalsdeildinni fái forgang þegar kemur að niðurstöðum því lykilstarfsfólk í heilbrigðisgeiranum þarf að bíða 2-3 sólarhringa.

John Ashton, sem eitt vinn var stjórnandi í heilbrigðiskerfinu, setur spurningarmerki við hversu hratt niðurstaðan kemur úr prófunum á leikmönnum úrvalsdeildarinnar.

„Mér finnst ekki að þetta eigi að vera gert fyrr en allir eru á sama stað," sagði Ashton. „Ef fótboltinn getur fengið niðurstöðurnar á þesusm skamma tíma, af hverju geta aðrir ekki fengið þá meðferð?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner