Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. maí 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Kristian Hlynsson (Ajax)
Mynd: Hulda Margrét
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Sigurpálsson.
Ari Sigurpálsson.
Mynd: Ari Sigurpálsson
Hlynur Freyr Karlsson.
Hlynur Freyr Karlsson.
Mynd: Hulda Margrét
Anton Logi Lúðvíksson.
Anton Logi Lúðvíksson.
Mynd: Hulda Margrét
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson lék einn leik með Breiðabliki í fyrrasumar. Það var sögulegur leikur því hann varð yngsti leikmaður í sögu Breiðabliks til að leika í efstu deild.

Í vetur skrifaði hann undir hjá Hollandsmeisturunum í Ajax en á síðasta ári fór hann í tvígang til félagsins á reynslu og þá æfði hann einnig hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen. Í dag segir Kristian frá hinni hliðinni sinni.

Sjá einnig:
Kristian bætti félagsmet Blika - „Ótrúlegur leikmaður"
Kristian á sér draum um að spila landsleik með bróður sínum

Fullt nafn: Kristian Nökkvi Hlynsson.

Gælunafn: Er kallaður Kris úti.

Aldur: 16 ára.

Hjúskaparstaða: lausu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti official leikurinn minn kom í fyrra á móti KR í Pepsí (Max) deildinni.

Uppáhalds drykkur: Sítrónu toppur, eina sem er til heima.

Uppáhalds matsölustaður: Sushi staður sem heitir Kokuasi í Amsterdam er hrikalega góður.

Hvernig bíl áttu: Er að fara vinna í bílprófinu bráðum.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Last Dance á netflix er á toppnum núna.

Uppáhalds tónlistarmaður: Travis scott

Fyndnasti Íslendingurinn: Fer mikið að hlæja af Fm95blö og er Gillz fyndnastur þar.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: er að vinna með Oreo, kökudeig og M&M þessa daganna.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Águst bróðir senti á mig “þú labbar heim„ útaf því ég skellti á hann.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég var í Þór þannig að það væri erfitt að spila fyrir KA

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Omari Hutchinson í Arsenal var góður þegar ég mætti honum.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: það hafa margir mjög góðir þjalfarar þjálfað mig en verð að segja Úlli Hinriks og Hans Sævars.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Tómas Orri úti á velli getur verið vel pirrandi.

Sætasti sigurinn: að skora úrslitamarkið og vinna Wolfsburg í úrslitaleik með Norwich á móti í Þýskalandi.

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki komist lengra með U17 í undankeppni EM.

Uppáhalds lið í enska: Er Man City maður.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Ég myndi taka Hlyn Frer úr Blikum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Danijel Djuric

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Águst bróðir segist vera í topp standi.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: þær eru nokkrar mjög fallegar.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Er Messi maður.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Anton Logi er lúmskur.

Uppáhalds staður á Íslandi: elska Fífuna

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Var að spila á móti argentísku liði á Gothia cup, þar voru hafsentarnir hjá þeim að reyna hrækja á fullu á mig í leiknum en það gekk brösulega hjá þeim.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Hlusta á Fm95blö

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, fylgist mikið með NBA

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: spila í Adidas X

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Er góður í flestu en íslenskan er orðin bras núna.

Vandræðalegasta augnablik: Ég var á móti í Þýskalandi með Norwich og þurfti að syngja fyrir liðið, tók Adam átti syni sjö og var það mjög óþægilegt.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: ég tæki Anton Loga til að redda okkur af eyjunni svo tæki ég Arnar Daníel til að láta klippa á mer hárið á eyjunni og Danijel Dejan til að hafa góða stemningu

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er yngstur til að spila fyrir Breiðablik í efstu deild. 15 ára, 248 daga.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ari Sigurpáls, spiluðum mikið á móti hvor öðrum í yngri flokkunum, topp náungi.

Hverju laugstu síðast: ég sagði pabba að kvöldmaturinn hefði verið góður.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: allar æfingar án bolta.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna snemma og mæti í skólann, fer svo í hádeginu og tek æfingu, kem heim að slaka á, svo annað hvort létt hlaupa æfing um kvöldið eða chilla með vinum.
Athugasemdir
banner
banner