Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 09. maí 2020 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ince ósammála Neville: Liverpool langt á undan
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Paul Ince, fyrrum leikmaður Liverpool og Manchester United, er ósammála Gary Neville þegar kemur að árangri Manchester United á komandi leiktíð. Neville er á þeirri skoðun að United muni berjast á toppnum á næstu leiktíð.

Sjá einnig:
Neville telur að Man Utd muni berjast við toppinn á næsta tímabili

„Það mun taka langan tíma að brúa bilið (milli Liverpool og United) og ef einhver á Old Trafford telur að það verði gert á fáum árum með mikilli peningaeyðslu þá eru þeir að plata sjálfan sig," sagði Ince við Planet Football.

„Ég horfi á það þegar Sir Alex Ferguson hætti sem upphafspunkt. Liverpool er langt á undan."

„Moyes tók við á þeim tíma, fékk ekki tíma og pening til að gera það sem þurfti og svo kom van Gaal. Hann virtist aldrei passa við United þrátt fyrir að hafa unnið bikarinn 2016. Eftir það kom Mourinho og hann virtist ekki glaður í einn dag hjá félaginu þrátt fyrir að hann vann nokkra bikara."

„Núna er það Ole og hann er reynslulítill fyrir starf á þessari stærðagráðu. Að stýra Cardiff og Molde er ekki það sama og ég er ekki hissa að hann hafi átt í erfiðleikum. Óstöðugleiki félagsins undanfarin ár gerir það að verkum að Liverpool er langt á undan."

„Liverpool gerði ekki frábæra hluti árið sem Klopp tók við en félagið hélt tryggð við hann. Hjá United hafa stjórar komið og farið, eytt háum fjárhæðum og voru 30 stigum á eftir Liverpool þegar þetta tímabil var hálfnað sem er vandræðalegt fyrir félag jafnstórt og United er."

Athugasemdir
banner
banner
banner