Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. maí 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
PSG ætlar að kaupa Icardi
Mynd: Getty Images
Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að PSG hafi mikinn áhuga á að kaupa Mauro Icardi, sóknarmann Inter sem er hjá félaginu á lánssamningi.

L'Equipe greindi frá þessu og tók fram að PSG sé þó ekki reiðubúið að greiða 70 milljónir evra, sem er upphæðin sem Inter vill fá fyrir sóknarmanninn.

Inter er tilbúið að ræða málin við PSG og er því haldið fram í frétt L'Equipe að ítalska félagið sé tilbúið til að sætta sig við 50 milljónir í heildina, með bónusgreiðslum.

Julian Draxler gæti verið partur af skiptunum en hann hefur verið hjá PSG undanfarin ár og rennur samningur hans við félagið út á næsta ári. Inter hafnaði þó tækifæri til að kaupa hann í fyrra.

Icardi er kominn með 20 mörk og 4 stoðsendingar í 31 leik hjá PSG. Hann hefur þó ekki verið í byrjunarliðinu að undanförnu enda í harðri baráttu við Edinson Cavani um sæti.
Athugasemdir
banner
banner