lau 09. maí 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rabiot ekki kominn aftur til Ítalíu - Sagður vilja skipta um félag
Rabiot vill meiri spiltíma.
Rabiot vill meiri spiltíma.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot vill yfirgefa Ítalíumeistara Juventus samkvæmt fjölmiðlum þar í landi.

Rabiot skrifaði undir hjá Juve með það í huga að verða mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu. Þau áform hafa ekki gengið upp og vill miðjumaðurinn halda á ný mið þar sem hann fær loforð um aukinn spiltíma.

Rabiot er 25 ára gamall og kom á frjálsri sölu frá PSG síðasta sumar. Hann er staddur í Frakklandi þessa stundina og er einn af tveimur leikmönnum Juve sem eru ekki búnir að snúa aftur til félagsins eftir að hafa verið beðnir um það. Hinn er argentínski sóknarmaðurinn Gonzalo Higuain sem mun yfirgefa Juve þegar samnnigur hans rennur út á næsta ári til að ganga í raðir River Plate.

La Gazzetta dello Sport heldur því fram að Veronique Rabiot, móðir Adrien, sé í viðræðum við Everton og Manchester United, félög sem sýndu Rabiot áhuga í fyrra og geta lofað honum byrjunarliðssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner