lau 09. maí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skoraði 22. tímabilið í röð - Boro ævintýrið klikkaði
Mynd: Twitter
Mynd: Getty Images
Lee Dong-gook varð í gær hetja Jeonbuk Hyundai Motors í suður-kóresku deildinni. Lee skoraði eina mark leiksins í sigri gegn Suwon Samsung Bluewings í opnunarleik deildarinnar.

Sjá einnig:
41 árs hetja í opnunarleik K-deildarinnar

Markið í gær þýðir að Lee hefur skorað 22. tímabilið í röð sem hann spilar í Suður-Kóreu. Frá og með árinu 1998 hefur hann skorað á öllum tímabilum.

Einn svartur blettur er á þessari staðreynd þar sem hann gekk í raðir Middlesbrough á Englandi árið 2007. Þar gengu hlutirnir ekki upp.

Hjá Boro spilaði Lee 23 deildarleiki án þess að skora. Hann kom í janúar 2007 frá Suður-Kóreu og skrifaði undir átján mánaða samning. Hann náði að skora í tvemur bikaleikjum en hann olli stuðningsmönnum Boro vonbrigðum í deildinnni. Undir lok tímabils 2008/09 ákvað Boro að framlengja ekki samninginn við Lee og hélt hann heim til Suður-Kóreu.


Athugasemdir
banner
banner