banner
   lau 09. maí 2020 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wenger: Arsenal skildi sálina eftir á Highbury
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger var stjóri Arsenal í 22 ár. Af þeim 22 árum voru tíu síðustu ár á gamla heimavelli félagsins, Highbury. Árið 2006 flutti félagið á Emirates leikvanginn. Á þessum síðustu tíu árum lyfti Arsenal þremur úrvalsdeildartitlum og fjórum bikartitlum.

Á næstu tólf árum unnust einungis þrír bikartitlar. Wenger er sammála um að félagið þurfti að færa sig á stærri leikvang en saknar þess sem það skildi eftir á Highbury.

„Þú ert alltaf í stöðu sem félag að geta ýtt fortíðinni til hliðar eða haldið þig þar. Til að keppa við önnur félög þurftum við að byggja nýjan leikvang. Reglur leiksins voru breyttar."

„Við vildum búa til það sama og Highbury hafði en við skildum sálina eftir það, við náðum aldrei að skapa það sama og við höfðum þar. Við fundum ekki sama andrúmsloftið."

„Fyrir mér tengi ég Highbury við ást. Ást vegna tímans sem ég átti þarna, frábæra stuðningsmenn, frábærir fótboltaleikir sem ég upplifði þar og Highbury mun alltaf eiga stóran sess í mínu hjarta,"
sagði Wenger á beIN SPORTS.
Athugasemdir
banner
banner
banner