Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. maí 2020 22:57
Ívan Guðjón Baldursson
Weston McKennie vill spila í enska boltanum
Liverpool var orðað við McKennie síðasta sumar.
Liverpool var orðað við McKennie síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Weston McKennie, ungstirni Schalke og bandaríska landsliðsins, segir að draumur sinn sé að spila í enska boltanum.

McKennie er 21 árs gamall miðjumaður. Hann hefur spilað 83 leiki fyrir meistaraflokk Schalke og 19 leiki fyrir A-landslið Bandaríkjanna.

„Næsta skref fyrir mig er að spila í enska boltanum. Það hefur alltaf verið draumur að spila fyrir félag sem er í Evrópubaráttu í ensku úrvalsdeildinni," sagði McKennie við Goal.

„Eins og staðan er núna þá er ég ánægður hjá Schalke því ég fæ spiltíma."

McKennie er búinn að spila 24 leiki fyrir Schalke á þessu tímabili og kominn með sæti í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner