Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 09. maí 2021 14:41
Aksentije Milisic
Lyngby fallið - Blackpool mætir Oxford í umspilinu
Mynd: Getty Images
Lyngby féll úr dönsku úrvalsdeildinni í dag en þetta varð ljóst eftir 3-4 tap liðsins gegn Horsens.

Lyngby lenti 0-3 undir í leiknum en náði að klóra í bakkann undir lok leiks. Það reyndist ekki vera nóg og er liðið fallið. Frederik Schram sat á bekknum hjá Lyngby í dag.

Blackpool vann þá 1-0 sigur á Bristol Rovers í League One deildinni á Englandi. Blackpool fer í umspil um sæti í Championship deildinni og þar mætir liðið Oxford.

Daníel Leó Grétarsson er meiddur á öxl og var því ekki með liðinu í leiknum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner