Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. maí 2022 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Valur aftur á sigurbraut - Þróttur stöðvaði Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur tók á móti Keflavík í Bestu deildinni í kvöld og komst aftur á sigurbraut eftir óvænt tap á Akureyri í síðustu umferð.


Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn á Hlíðarenda en heimastúlkur í Val með yfirhöndina og óheppnar að hafa ekki tekið forystuna.

Valur tók forystuna snemma í síðari hálfleik þegar hár bolti frá Elísu Viðarsdóttur sveif yfir Samantha Leshnak í marki Keflvíkinga og í netið. Ekki var ljóst hvort um skot eða sendingu var að ræða en það skiptir engu máli því boltinn endaði í netinu.

Fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ída Marín Hermannsdóttir forystuna og gerði Elín Metta Jensen svo út um einvígið með þriðja markinu. Lokatölur 3-0 og eru bæði Valur og Keflavík með sex stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar.

Sjáðu textalýsinguna.

Valur 3 - 0 Keflavík
1-0 Elísa Viðarsdóttir ('56)
2-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('61)
3-0 Elín Metta Jensen ('70)

Selfoss tók þá á móti Þrótti R. og komust gestirnir yfir strax á fyrstu mínútu skömmu eftir upphafsflautið. Andrea Rut Bjarnadóttir slapp þá í gegn og skoraði í autt mark þar sem hún vann kapphlaupið við Tiffany Sornpao markvörð Selfyssinga.

Fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikili baráttu og var lítið um færi þó Selfoss hafi verið meira með boltann.

Selfyssingar voru talsvert hættulegra liðið í síðari hálfleik og jafnaði Brenna Lovera leikinn eftir fyrirgjöf frá Barbáru Sól Gísladóttur.

Selfoss komst nálægt því að krækja í sigurinn en inn vildi boltinn ekki og urðu lokatölur 1-1.

Selfoss er áfram á toppi Bestu deildarinnar, með sjö stig eftir þrjár umferðir.

Valur og Keflavík eru með sex stig á meðan Þróttur er með fjögur.

Sjáðu textalýsinguna.

Selfoss 1 - 1 Þróttur R.
0-1 Andrea Rut Bjarnadóttir ('1)
1-1 Brenna Lovera ('66)

Sjá einnig:
Viktorija afgreiddi KR í Vesturbæ


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner